Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: June 2009

 • Kolskeggur gaf 13 laxa af 35 í Norðurá í gær - Grænfriðungurinn öflugur"

  Sólveig Jóna Ögmundsdóttir með tvo laxa af svæðinu við Munaðarnes. Báðir tóku Elliða rauðan nr. 12.

  Sólveig Jóna Ögmundsdóttir með tvo laxa af svæðinu við Munaðarnes. Báðir tóku Elliða rauðan nr. 12 í Raflínustreng.

  Veiði er  að glæðast í Norðurá í Borgarfirði og aðfaranótt laugardags gengu 76 laxar í gegnum teljarann við Glanna. Í gær fengum við þær fréttir að Norðurá væri að fyllast af laxi. Greinilegt var seinni partinn í gær að miklar göngur voru í ána og til að mynda sögðu veiðimenn að hundruð laxa væru í Myrkhyl og Myrkhylsrennum.

  Veiðistaðir á Norðurárdalnum eru að koma inn einn af öðrum. Þetta hefur þó verið liflegra - til að mynda í fyrra. Í gærkvöldi gaf hinn þekkti veiðistaður Skarðshamrafljót fyrsta laxinn í sumar. Var þar á ferð belgískur veiðimaður. Setti hann Kolskegg 1" flottúpu undir og eftir skamma stund réðist 9 punda 76 cm hrygna á Kolskegginn. Þetta var mikil negling og viðureignin skemmtileg og var sá belgíski afar lukkulegur. Þetta var ekki eini laxinn sem Kolskeggur gaf í gær heldur komu 13 laxar í það heila á Kolskegg flottúpuna, ýmist í stærðinni 1" eða 1,5".  Alls veiddust 35 laxar í Norðurá í gær og 13 komu á Kolskegg flottúpuna og einnig voru veiðimenn að missa laxa sem tóku Kolskegginn.

  Litlu neðar, við Glitstaðabrúna, setti Belginn svarta Kröflu á taumendann. Tóku hana tveir laxar en báðir höfðu betur eftir snarpar viðureignir.

  Kolskeggur er nú þegar orðin ein öflugasta flottúpan á markaðnum. Hún fæst á Krafla.is í þremur stærðum og er túpan opin í gegn og einnig með gat á hliðinni þannig að bæði er hægt að veiða hana sem flottúpu og gárutúpu.

  Kolskeggur er nú þegar orðin ein öflugasta flottúpan á markaðnum. Hún fæst á Krafla.is í þremur stærðum og er túpan opin í gegn og einnig með gat á hliðinni þannig að bæði er hægt að veiða hana sem flottúpu og gárutúpu.

  Við erum alltaf að heyra nýjar sögur af veiðimönnum sem reynt hafa okkar flugur. Í gær kom til okkar veiðimaður og vantaði ekkert nema Grænfriðung. ,,Ég ætla að fá 10 svona," sagði veiðimaðurinn. Ok. Ég var forvitinn og spurði um ástæðuna fyrir einföldu vali. ,,Ég fór í Miðfjarðará í fyrra með allar mínar flugur. Reyndi þetta allt út og suður en eina flugan sem var að gefa mér fiska var Grænfriðungurinn. Það er einfaldlega ástæðan fyrir því að ég er að kaupa 10 Grænfriðunga,"  sagði veiðimaðurinn. Reyndar var bláa Gríman að gefa mér besta veiðina í Selá  sumarið 2007 en Grænfriðungurinn sló henni við í fyrra.

  Og annar veiðimaður sem var hjá okkur á dögunum. Sá var í Selá í fyrra og tók 8 laxa í beit á Grænfriðunginn. Við sögðum ekki frá þessu í fyrra á sínum tíma sökum þess að heimildir okkar voru ekki öruggar en getum nú sannreynt að Grænfriðungurinn var að strádrepa lax í Selá sl. sumar. Og skildi engan undra. Þetta er mögnuð fluga, mjög sérstök og tökurnar eru vægast sagt

  Grænfriðungur er afar sterk fluga eins og mýmörg dæmi sanna.

  Grænfriðungur er afar sterk fluga eins og mýmörg dæmi sanna.

  sérstakar.

 • Miðsvæði Laxár í Kjós hreinlega fylltist af 4-10 punda sjóbirtingum sem gengu eina nóttina nýverið í hundraðatali

  10 punda sjóbirtingur sem erlendur veiðimaður veiddi í fyrra á Mýslu í Laxá í Kjós. Fjöldi svona fiska eru nú gengnir í Laxá í Kjós.

  10 punda sjóbirtingur sem erlendur veiðimaður veiddi í fyrra á Mýslu í Laxá í Kjós. Fjöldi svona fiska eru nú genginn í Laxá í Kjós.

  Nótt eina nývewrið, nánar tiltekið aðfaranótt sl. föstudags áttu sér stað undur og stórmerki við Laxá í Kjós. Heimildamaður okkar er afar kunnugur öllum staðháttum við Laxá í Kjós til margra ára. Snemma morguns í gær tók hann eftir því að sjóbirtingur hafði gengið í ána í mjög miklum mæli. Eftir ítarlega skoðun í gær var niðurstaða hans að mörg hundruð vænir sjóbirtingar höfðu gengið í ána, ef eki einhver þúsund. Nánast allir birtingarnir virðast vera á bilinu 4 til 10 pund og allir staddir á frísvæðinu eftir nóttina.Gengur sjóbirtingurinn í Kjósinni mjög hratt upp á miðsvæði árinnar og stoppar ekki á neðra svæði árinnar.

  Miðsvæði Laxár í Kjós og frísvæðið er þakið þessum væna birtingi og bara í Káranesfljótinu einu eru sagðir um 200 vænir sjóbirtingar. Þessir sjóbirtingar veiddust ekki um helgina. Ástæðan var einföld. Stafalogn og mikil birta. Guð veri með þeim veiðimönnum sem lenda í þessum vænu birtingum við réttu skilyrðin. Vissara þá að hafa orange Kröfluna og fleiri liti af Kröflum klára og Mýsluna við hendina.

 • Gaukssonurinn tekinn við og engin von um batamerki hjá Veiðifélagi Árnesinga

  Falleg mynd frá Iðu. Veiðisvæði þar sem afskiptaleysi Veiðifélags Árnesinga kemur skírt fram og afli minnkar ár frá ári.

  Falleg mynd frá Iðu. Veiðisvæði þar sem afskiptaleysi Veiðifélags Árnesinga kemur skírt fram og afli er ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri ár.

  Stangaveiðimenn og einkum og sér í lagi fluguveiðimenn, hafa árum saman rennt hýru auga austur fyrir fjall. Sérstaklega til Stóru Laxár, Sogsins og Hvítár. Vonast eftir því að menn þar tækju sönsum. Lengi vel var engin von á slíku enda réði Veiðimálastofnun öllu á svæðinu. Stofnunin hóf fyrir mörgum árum tilraunaveiði á laxi í net við Selfoss og fannst sérlega smekklegt að hefja þær veiðar 15. júní. Rétt í þann mund sem stærstu laxar Laxárstofnsins í Hreppum voru að hefja göngu sína. Netakóngurinn Gaukur Jörundsson og félagar sem stangaveiðimenn þekkja sem helstu óvini sína gegnum árin eru nú gengnir aftur. Sonurinn Jörundur Gauksson víst orðinn formaður Veiðifélags Árnesinga og því lítil von til þess að skynsemi ráði för í framtíðinni. Reyndar vantar nokkuð upp á að við trúum því að Gaukssonurinn sé orðinn formaður. Ef það er sannleikurinn í málinu má öruggt telja að stangaveiði muni ekki eiga sér framtíð á veiðisvæði félagsins meðan hann er formaður.

  Staðreyndir tala sínu máli og það er sorgleg staðreynd að fjölmargir stangaveiðimenn eru að missa áhugann á stangaveiði fyrir austan fjall. Gengdarlaust dráp netaveiðibænda sem slátra á tiltölulega stuttu veiðisvæði sumaraflanum í Norðurá í Borgarfirði er að ganga af svæðinu dauðu. Ímyndin er dauðvona. Ef sannir fluguveiðimenn loka augunum og láta hugann reika í austurátt sjá þeir fyrir sér netatrossur, siðblint og stjórnlaust veiðifélag og meðlimi félagsins sem virðast ekki skilja nokkurn skapaðan hlut.  Fyrr en varir vakna menn eða rumska við þá staðreynd að græðgi þeirra og skammsýni hefur eyðilagt alla möguleika þeirra.

  Stefán Kristjánsson

 • Fréttir héðan og þaðan - vænir fiskar eltu Iðuna trekk í trekk í Kjarránni

  Haraldur Eiríksson, starfsmaður SVFR, landar laxi á svarta Kröflu.

  Haraldur Eiríksson, starfsmaður SVFR, landar laxi á svarta Kröflu á efsta veiðisvæðinu í Kjarrá.

  Við fréttum af hjónum sem voru í opnun Kjarrár og fengu þrjá laxa. Eiginkonan, sem rætt er við í annarri frétt hér á síðunni og veiðir jafnan vel á Kolskegg, sagði að önnur fluga sem hún keypti á Krafla.is hefði komið mjög sterk inn í Kjarránni, Iða Long Wing. ,,Svo virðist sem að glitrandi búkurinn og svartur halinn virki vel og í Kjarránni núna í opnunarhollinu fann Iðan tvo væna laxa fyrir mig. Þeir eltu fluguna trekk í trekk en tóku samt ekki. Þetta var mjög gaman. Það kemur að því síðar að þessir laxar taka," sagði viðmælandi okkar og bætti því við að þetta hafi verið mjög skemmtileg reynsla.

  Fyrsti laxinn á Iðu er kominn á land. Það var Sigurður Valgeirsson sem veiddi fyrsta lax sumarsins og var hann 84 cm langur. Laxinn veiddist á flotlínu og litla Green But flugu og eru eflaust ár og dagar síðan slíkur útbúnaður gaf síðast fisk við Iðu þar sem jafnan gildir að koma agni niður á sem skemmstum tíma. Frekari fréttir af fyrsta veiðidegi á Iðu höfum við ekki en jafnan eru taldir litlir möguleikar á veiði við Iðu í júní. Við verðum með nýjustu fréttirnar frá veiðisvæðinu við Iðu hér á Krafla.is á fimmtudaginn eftir veiði þar í einn og hálfan dag.

  Þorsteinn Ólafs, eiginkona hans og Gylfi Gautur Pétursson, varaformaður SVFR, við Stokkhylsbrotið í Norðurá..

  Þorsteinn Ólafs, eiginkona hans og Gylfi Gautur Pétursson, varaformaður SVFR, við Stokkhylsbrotið í Norðurá.

  Svo virðist sem smálaxinn ætli að verða mjög smár í Norðurá í sumar ef marka má veiði manna síðustu daga. Í fyrra var eins árs laxinn vel haldinn og það sama má segja um margar ár í dag þar sem vart hefur orðið við smálax. Heimildamaður okkar á bökkum Norðurár var ekki sáttur við gang mála. Mikið um 3 punda laxa í aflanum og jafnvel minni.

  Breskir veiðimenn sem voru við veiðar í Norðurá í sex daga nýverið voru afar sáttir með veru sína í Norðurá og hafa þegar pantað daga fyrir næsta sumar. Bretarnir veiddu 56 laxa og voru ekki mjög iðnir við veiðarnar og lausir við alla streitu. Fóru Bretarnir meðal annars í skoðunarferðir að Langá og Hítará á veiðitíma og voru yfir sig hrifnir. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Bretarnir veiddu flesta laxana á bresku fluguna Frances og reyndu lítið annað. Spurning hvort íslenskir fluguveiðimenn í Borgarfirði og víðar láti breskar flugur ráða ferðinni í sumar. Er ekki komið nóg af slíku? Spyr sá sem ekki veit.

  Guðmundur Stefán Maríasson, formaður SVFR, sleppir 6 punda urriða sem tók Krókinn í Mývatnssveitinni á dögunum. Rauða SilungaKraflan var einnig drjúg og gaf marga fallega fiska.

  Guðmundur Stefán Maríasson, formaður SVFR, sleppir 6 punda urriða sem tók Krókinn í Mývatnssveitinni á dögunum. Rauða SilungaKraflan var einnig drjúg og gaf marga fallega fiska.

  Við höfum frétt af gríðarlega góðri veiði á flugur frá okkur í Mývatnssveitinni það sem af er sumri. Nú síðast höfum við frétt af góðri veiði margra veiðimanna á SilungaKröflurnar í ýmsum litum. Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var nýverið við veiðar fyrir norðan og sagði sínar farir ekki sléttar við heimkomuna. ,,Þetta var skemmtilegur veiðitúr. Við fengum flesta fiskana á Krókinn, rauða SilungaKröflu og Mýslan og Beykir voru einnig að gefa okkur fiska," sagði Guðmundur Stefán.

Hlutur 1 til 4 af 13

Síða:
 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík