Nánari lýsing
Vorum að fá í hús þennan nýja fluguveiðipakka frá Echo. Hér eru menn að fá verulega mikið fyrir peninginn. Einhenda, 9 feta Echo Base flugustöng fyrir línu 5, 6, 7 eða 8, Echo Ion fluguhjól, 20 punda undirlína og flotlína, taumur tilbúinn á flugulínunni og 10 Kröfluflugur að auki í fluguboxi. Góður hólkur fylgir utan um stöngina og hjólið.
Lífstíðarábyrgð er á stönginni.